Hugmyndafræði

Skiljum engan eftir

Eitt af þremur gildum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun er skiljum engan eftir - Sjá umfjöllun um mikilvægi þess hér: Leave No One Behind.

 

Þeir sem standa að Tækifærinu hafa trú á fólki - öllu fólki. Við treystum okkur til að vinna með þeim sem eru lengst frá vinnumarkaði.

 

Væntanlegir þátttakendur hafa flestir verið félagslega einangraðir í lengri tíma. Því er mikilvægast af öllu að hver og einn fái tækifæri til að tilheyra hópnum og eignist vini og samstarfsfélaga. 

Valdefling

Valdefling er að gefa fólki vald á eigin lífi.

Grunnforsenda valdeflingar er að fólk axli ábyrgð á lífi sínu.

Það verða gerðar kröfur til þátttakenda - því þeir skipta máli.

 

Hver þátttakandi verður að vilja breyta lífi sínu til hins betra. Rannsóknir sýna að það sé almennt vilji þeirra sem eru óvirkir á jaðri samfélagsins. 

Seigla - þrautseigja

Rannsóknir benda til að fólk þrói með sér seiglu með því að takast á við raunveruleg verkefni sem það ræður við.

Því verða gerðar kröfur til hvers þátttakanda í samræmi við getu.

Tækifærið er starfsþjálfun sem felst í því að fara út á land þar sem ungt fólk og starfsmenn búa saman og gera upp eldra húsnæði sem þarfnast viðhalds.

 

Iðnaðarmenn kenna og handleiða þátttakendur í margvíslegum verkefnum í samræmi við getu hvers og eins. Verkefnin geta m.a. falist í að sparsla og mála veggi, pússa og lakka glugga, þrífa upp gömul gólf, undirbúa jarðveg fyrir ræktun og allt mögulegt sem til fellur. 

Matráður mun fá aðstoð þátttakenda í matreiðslu.

Íþróttafræðingur mun sinna daglegri hreyfingu til að auka andlegt og líkamlegt úthald. 

Annað starfsfólk mun efla getu hvers og eins í almennu heimilishaldi, tómstundum og öðru sem getur vakið áhuga á vinnu og námi.

Áhersla er lögð á að þátttakendur búi saman í fjarlægð frá hamlandi aðstæðum og erfiðum samskiptum sem getur ýtt undir að fólk sjái möguleika á breytingum.

Sjálfbær þróun​

Ein meginstoðin í hugmyndafræði Tækifærisins er nýting og umhverfisvernd. Flestir þátttakendur búa við fátækt því er mikilvægt að læra viðhald húsnæðis og hvernig haga má daglegu lífi á hagkvæman og umhverfisvænan hátt.

Tækifærið mun setja sér mælanleg markmið um sjálfbærni og vinna á grundvelli þeirra. 

priscilla-du-preez-nuis4wZYpyo-unsplash.