top of page

Hugmyndafræði

Skiljum engan eftir

Eitt af þremur gildum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun er skiljum engan eftir - Sjá umfjöllun um mikilvægi þess hér: Leave No One Behind.

 

Styrkleikar

Þeir sem standa að Tækifærinu hafa trú á fólki - öllu fólki. Við treystum okkur til að vinna með þeim sem eru lengst frá vinnumarkaði enda hafa þeir einstaklingar yfir að ráða ótal styrkleikum.

Tækifærið byggir á styrkleikum þátttakenda og þeirra sem vinna með þeim. Við vitum vel af veikleikunum en reynum eftir mætti að láta þá ekki stjórna lífi okkar frekar.

 

Væntanlegir þátttakendur hafa flestir verið félagslega einangraðir í lengri tíma. Því er mikilvægast af öllu að hver og einn fái tækifæri til að tilheyra hópi, eignist vini og samstarfsfélaga. 

Ábyrgð og valdefling

Valdefling er að gefa fólki vald á eigin lífi.

Grunnforsenda valdeflingar er að fólk axli ábyrgð á lífi sínu.

Það verða gerðar kröfur til þátttakenda - því þeir skipta máli.

 

Hver þátttakandi verður að vilja breyta lífi sínu til hins betra. Rannsóknir sýna að það sé almennt vilji þeirra sem eru óvirkir á jaðri samfélagsins. 

Seigla - þrautseigja

Rannsóknir benda til að fólk þrói með sér seiglu með því að takast á við raunveruleg verkefni sem það ræður við.

Því verða gerðar kröfur til hvers þátttakanda í samræmi við getu.

Tækifærið er starfsþjálfun sem felst í því að fara út á land þar sem ungt fólk og starfsmenn búa saman og gera upp eldra húsnæði sem þarfnast viðhalds.

Sjálfbær þróun​

Ein meginstoðin í hugmyndafræði Tækifærisins er nýting og umhverfisvernd. Flestir þátttakendur búa við fátækt því er mikilvægt að læra hvernig haga má daglegu lífi á hagkvæman og umhverfisvænan hátt.

Tækifærið mun setja sér mælanleg markmið um sjálfbærni og vinna á grundvelli þeirra. 

anas með verkfæri_edited.jpg
kacper á hreðavatni_edited.jpg
bottom of page