Tækifærið og starfsfólkið
Rekstraraðili Tækifærisins er Starfstækifærið ehf. sem er í eigu Bjarkar Vilhelmsdóttur og rekið án hagnaðarsjónarmiða.
Hvar?
Tækifærið er starfsþjálfun sem felst í fræðslu, andlegri, líkamlegri og félagslegri hópþjálfun og starfsþjálfun sem endar með atvinnu.
Tækifærið er rekið á haustin og vorin í Reykjavík og er með aðsetur hjá Hugarafli að Síðumúla 6. Þátttakendur þróa úrræðið með starfsmönnum.
Hvenær?
Næsta námskeið hefst í september 2023.
Hver borgar?
Þátttakendur greiða ekki fyrir þátttöku í Tækifærinu. Greitt er fyrir þátttöku þeirra af félagsþjónustu, vinnumálastofnun og VIRK. Þátttakendur halda atvinnuleysisbótum og eða fjárhagsaðstoð meðan á þátttöku stendur.
Styrkveitendur tryggja að þátttakendur greiða ekki neitt fyrir þátttöku. Takk:
-
VIRK starfsendurhæfingarsjóður
-
Reykjavíkurborg
-
Lýðheilsusjóður
-
Styrktarsjóður geðheilbrigðis
Fyrir hverja?
Markmið Tækifærisins er að veita ungu fólki sem er langt frá vinnumarkaði og með litla formlega menntun tækifæri til að breyta lífi sínu. Því miður er þörfin mikil og því gott að hefja nýjar og breyttar áherslur í starfsþjálfun.
-
Við vinnum með fólki af erlendum uppruna sem hefur verið atvinnulaust í meira en eitt ár og hefur litla formlega menntun.
-
Tækifærið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18-30 ára, óháð kyni.
Um Björk
Björk sem er 59 ára hefur ákveðið að nýta síðasta áratug sinn á vinnumarkaði í að fjárfesta í þeim sem eiga á hættu langtíma fátækt með tilheyrandi jaðarsetningu og heilsutjóni.
Sjálf var Björk svo heppin að eiga mömmu sem stóð með henni þegar hún sjálf missti sjálfstraustið og námsgetuna. Hún fékk líka kennara sem hafði trú á henni og síðar þurfti hún að axla ábyrgð á lífi sínu og heilsu.
Björk hefur fengið mörg tækifæri í lífinu. Öll tækifæri eru ómetanleg, ekki síst þau sem ekki virðast vera manni að skapi. Slík tækifæri kallar Björk "spark í rassinn" því það eru þau sem gefa nýja sýn og koma manni áfram.
Björk segir: "Þeir sem ekki eiga mömmu eins og ég átti - þurfa svona félagsráðgjafa eins og mig - sem stundum er kölluð mamma stáltá."
Björk hefur verið félagsráðgjafi í rúma 3 áratugi, unnið hjá ríki, borg og frjálsum félagasamtökum. Síðastliðin 3 ár hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði.
Um 13 ára skeið var Björk í borgarstjórn Reykjavíkur.
Björk er með MA próf í félagsráðgjöf og margvíslega endurmenntun. Hefur unnið til sjós og lands og er sérlega verklagin.
Sveinn Rúnar, bakhjarl Tækifærisins, er læknir og baráttumaður fyrir bættri þjónustu við þá sem hafa geðrænar áskoranir.
Jón Eyþór
Jón Eyþór er 49 ára töffari með meistarapróf úr skóla lífsins. Hann er líka rafvirki sem kann að vinna og leiðbeina öðrum og sér því um verklega starfsþjálfun. Jón Eyþór er gull af manni sem skilur ungt fólk sem hefur týnt áttum í lífinu.
Jón Eyþór er stórkostleg fyrirmynd um hvað er mögulegt þegar ábyrgð er tekin á eigin lífi.
Lisa
Lisa er hollenskur leikari með meistarapróf í sálfræði. Hún sinnir útivist, hreyfingu, líkamsrækt og vinnustofum þar sem unnið er með aðferðum listarinnar.
Lisa er gædd mörgum hæfileikum og sá sem nýtist hvað best í Tækifærinu er að hún hugsar langt út fyrir hefðbundinn ramma. Það er stundum gaman.
Kacper
Kacper er jafningjaráðgjafi Tækifærisins. Hann er 24 ára, frá Póllandi en verið búsettur á Íslandi í 6 ár. Hann var atvinnulaus í 2 ár eftir að hafa misst vinnuna í upphafi COVID. Hann tók þátt í fyrsta hópi Tækifærisins og hefur verið í fullu starfi frá sl. vori. Hann er einnig ráðin í hlutastarf sem jafningaráðgjafi enda góður í að deila reynslu sinni.
Aðildi
Tækifærið var valið eitt af Aðildum Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð árið 2021. Á þeim vettvangi naut Björk umtalsverðar sjálfbærniræktar sem skilað verður áfram til þátttakenda.




