top of page

Næsta námskeið byrjar í september

Næsta námskeið Tækifærisins byrjar 11. september en við munum vilja hitta og vinna með komandi þátttakendum fyrir þann tíma. Í vetur verðum við með aðstöðu í húsnæði Hugarafls að Síðumúla 6.

Þátttakendur geta komið í þjónustu í gegnum Vinnumálastofnun, félagsþjónustu sveitarfélaga eða VIRK starfsendurhæfingu. Boðið er upp á námskeið um íslenskt samfélag, íslenskan vinnumarkað og unnið er með persónulegar áskoranir þátttakenda bæði með einstaklingsvinnu og í hóp.

Tækifærið er ný nálgun í starfsþjálfun, ætlað ungu fólki sem hefur lengi verið atvinnulaust og er með litla formlega menntun. Tækifærið starfar á grundvelli valdeflingar þar sem þátttakendur þróa með sér seiglu og taka ábyrgð á eigin lífi. Þannig skapast möguleiki til endurkomu til virkrar þátttöku í samfélaginu.

 

 

 

 

 

Eldri fréttir

Tækifærið - tveir þróunarhópar árið 2022

Tveir hópar Tækifærisins hafa lokið þátttöku. Eftirfylgd er enn í gangi, því við lofum lífstíðar ábyrgð ;-). Í kynningarefni má sjá skýrslur óháðs félagsfræðings sem mat upplifun þátttakenda. Í báðum tilfellum var ánægja í heild mjög góð, 4.8 í vor og 4.4 í haust á skalanum 0-5. 

11 af 12 komnir í vinnu

Nú eru allir úr vorhópi eða sjö ungir karlmenn og fjórir af fimm úr hausthópi í fullri vinnu. Þátttakendur voru helst til of fáir sem helgast af erfiðleikum með að ná til þeirra sem hafa verið lengi utan vinnu og skóla.

hjólsagarmynd á forsíðu.jpeg
bottom of page