Tækifærið fær 4.8 af 5 mögulegum ;-)

 

Fyrsti hópur Tækifærisins hefur lokið þátttöku - þó eftirfylgd sé enn í gangi. Í óháðri rannsókn gefa þátttakendur Tækifærinu 4.8 í einkunn af 5 mögulegum. Þátttakendur hefðu viljað vera lengur bæði í Reykjavík og í Borgarfirði. Í haust verður það í boði.

Skýrsla um mat þátttakenda og skýrslu um starfið í heild sinni má sjá í kynningarefni.

Tækifærið er ný nálgun í starfsþjálfun, ætlað ungu fólki sem hefur lengi verið atvinnulaust og er með litla formlega menntun. Tækifærið starfar á grundvelli valdeflingar þar sem þátttakendur þróa með sér seiglu og taka ábyrgð á eigin lífi. Þannig skapast möguleiki til endurkomu til virkrar þátttöku í samfélaginu.

 

Lögð er áhersla á atvinnutengingu að þjálfun lokinni.

Hafðu samband!

Takk fyrir skeytið. Við höfum samband við fyrsta tækifæri!

kj-styles-eQ-8iUrb07g-unsplash.jpg
hjálpast að á skautum.jpeg
hjólsagarmynd á forsíðu.jpeg