Myndlistin mikilvæg
Þegar unnið er að ungu atvinnulausu fólki af erlendum uppruna, sem er lítið tengt samfélaginu, er mikilvægt að kynna þeim alls kyns menningu. Þannig fá þau vonandi áhuga á íslensku samfélagi og vilja til að tengjast betur. Í vikunni fóru Björk og Amadeusz með 12 þátttakendum Tækifærisins á Kjarvalsstaði. Fyrst með fyrirlestur um Kjarval og nokkra valda myndlistarmenn. Þátttakendur nú eru bara ungir karlar og það var einstaklega gaman að kynna þeim myndlist Kristínar Gunnlaugsdóttur og sjá með þeim allar píkurnar á Kjarvalsstöðum.
Já Tækifærið er sannarlega öðruvísi nálgun í þjónustu við ungt jaðarsett fólk - og það er ögrandi.