Næsta námskeið 12. janúar - 19. febrúar
Tækifærið er sex vikna námskeið fyrir ungt fólk af erlendum uppruna sem vill komast inn á íslenskan vinnumarkað. Við kennum þér hvernig íslenskt samfélag og vinnumarkaður virka, hjálpum þér að búa til góða ferilskrá og kynningarbréf og æfum atvinnuviðtöl. Þú færð líka stuðning við atvinnuleit.
Við vinnum jafnframt með þig sem einstakling — styrkleika þína, áskoranir og vellíðan — með andlegri, líkamlegri og félagslegri þjálfun. Markmiðið er að þú aukir sjálfstraust þitt, færni og hafir skýra sýn inn í framtíðina.
Kennsla fer fram á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 11–15. Í hádeginu er boðið upp á létta hressingu fyrir þátttakendur.